PistenBully á Íslandi PB100 snjótroðari á Björgun22

PistenBully á Björgun22

PistenBully á Íslandi PB100 snjótroðari á Björgun22

PistenBully 100 fyrir utan Hörpuna

PistenBully verður á Björgun22 í Hörpunni um helgina.
Arctic Trucks umboðsaðili PistenBully á Íslandi verður á svæðinu með snjótroðara á svæðinu sem geta hentað einstaklega vel við allra erfiðustu aðstæður í snjó.
Arctic Trucks verður einnig með breytta björgunarbíla og annan búnað sem hentar fyrir björgunarstörf.
 
Við hvetjum alla til að mæta og skoða allan þann búnað sem okkar öflugu björgunarsveitir nýta til að tryggja öryggi um allt land.
 
Ef þig vantar upplýsingar um PistenBully tækin þá bendum við á lista yfir snjótroðara eða sölumenn okkar sem hægt er að ná í með tölvupósti á pistenbully@pistenbully.is eða í síma 540-4900
Ný tækni ný kynslóð

NÝ KYNSLÓÐ – NÝ TÆKNI

Nú erum við að stúdera næstu kynslóðar tækni hjá Pistenbully í Laupheim, flottar framfarir framundan svo sem CAN bus sem verður eins í 100-400 og 600 bilnum svo framtíðar bilanagreiningar verða nákvæmari og einfaldari, aftetreatment kerfið hefur lika tekið breytingum hjá Cummings og verið einfaldað.

Isafjordur 600x420

Gert klárt fyrir átök vetrarins á Ísafirði

PistenBully 600 á skíðasvæðinu á Ísafirði. Hér er verið að gera klárt í átök vetrarins.
Hluti af þjónustuteymi PistenBully á Íslandi heimsóttu skíðasvæðið á Ísafirði. Þar eru á ferð Tobbi og Andri. Þeir eru á hringferð um landið og með í þeirra för er Martin sem er tæknimaður frá framleiðanda. Rekstraraðilar skíðasvæðisins á Ísafirði eru einnig á myndinni en það eru þeir Hermann og Björgvin.

Hlíðarfjall 600x420

Ofurhugar í fjöllunum

Víða um land vinna ofurhugar reglulega í bröttum brekkum á PistenBully snjótroðurum við að undirbúa næsta skíðadag.
Okkur hjá Arctic Trucks sem er umboðsaðili PistenBully á Íslandi berast stundum skemmtilegar myndir frá viðskiptavinum okkar um allt land af PistenBully snjótroðurum í spennandi og skemmtilegum aðstæðum.
Hér sjáum við flotta mynd frá vinnum okkar í Hlíðarfjall Akureyri af öflugum PistenBully 600 sem er klár í verkefni dagsins.